Nokia 7610 Supernova - Flýtiritun

background image

Textaritun

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

22

background image

5. Skilaboð

Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóst og

hljóð- og leifturboð. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu er símafyrirtækið eða

þjónustuveitan styðja hana.

Texta- og margmiðlunarskilaboð

Þú getur skrifað skilaboð og hengt, til dæmis, mynd við. Síminn breytir textaskilaboðum

sjálfkrafa í margmiðlunarskilaboð þegar þau innihalda viðhengi.

Textaskilaboð

Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri skilaboð

eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi

við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum sumra tungumála, taka

meira pláss en venjulegir stafir og takmarka þannig þann stafafjölda sem hægt er að

senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir og í

hversu mörgum hlutum þarf að senda skilaboðin.
Áður en hægt er að senda texta eða tölvupóst með SMS-boðum, verður þú að vista númer

skilaboðatorgs. Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. > Textaboð >

Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við miðstöð, sláðu inn nafn og númer frá

þjónustuveitu.

Marg-miðl-un-arskilaboð

Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir, hljóð- og myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð.

Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn

fer yfir þessa stærð getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með

MMS.

Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta innihaldið

skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Símafyrirtækið eða þjónustuveitan gefur upplýsingar um þjónustu

margmiðlunarskilaboða (MMS) og áskrift. Einnig er hægt að hlaða niður stillingum.

Sjá

„Þjónusta Nokia“, bls. 10.

Texta- eða margmiðlunarskilaboð búin til

1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Skilaboð.