Upprunalegar stillingar
Til að nota upprunalegar stillingar símans velurðu Valmynd > Stillingar >
Núllstilla og úr eftirfarandi valkostum:
● Endursetja still. eing. — til að núllstilla símann án þess að eyða persónulegum
gögnum.
● Núllstilla allt — til að endurstilla allar valdar stillingar og eyða öllum persónulegum
upplýsingum, skilaboðum, miðlunarskrám og opnunarlyklum
11. Valmynd símafyrirtækis
Aðgangur að þjónustu sem símafyrirtækið býður upp á. Hafa skal samband við
símafyrirtækið til að fá nánari upplýsingar. Símafyrirtækið getur uppfært þessa valmynd
með þjónustuboðum.
12. Gallerí
Þú getur stjórnað myndum, hreyfimyndum, hljóðskrám, þemum, grafík, tónum,
upptökum og mótteknum skrám. Þessar skrár eru vistaðar í minni símans eða á
minniskorti og hægt er að raða þeim í möppur.
Möppur og skrár
Til að skoða lista yfir möppur skaltu velja Valmynd > Gallerí. Til að skoða lista yfir
skrár í möppu skaltu velja möppu og Opna. Til að skoða möppurnar á minniskortinu
þegar skrá er færð flettirðu að minniskortinu og ýtir skruntakkanum til hægri.
Prentun mynda
Síminn styður Nokia XpressPrint fyrir prentun á myndum á jpeg-sniði.
1. Síminn er tengdur við samhæfan prentara með gagnasnúru eða með því að senda
myndir með Bluetooth í prentara sem styður Bluetooth.
Sjá „Þráðlaus Bluetooth-
tækni“, bls. 30.
2. Veldu myndina sem þú vilt prenta og síðan Valkostir > Prenta.
Minniskort
Á minniskorti er hægt að vista margmiðlunarskrár líkt og myndskeið, lög og hljóðskrár,
myndir og gögn í skilaboðum.