Nokia 7610 Supernova - Staðsetningarskrá

background image

Símtalaskrá

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

29

background image

Veldu Samþykk. eða Hafna til að samþykkja eða hafna beiðni um staðsetningu. Ef þú

missir af beiðninni samþykkir eða hafnar síminn henni sjálfkrafa í samræmi við það sem

þú hefur ákveðið með símafyrirtækinu þínu eða þjónustuveitu.
Til að skoða upplýsingar um 10 síðustu einkatilkynningar eða -beiðnir velurðu

Valmynd > Notkunarskrá > Staðsetning > Staðsetningarskrá.

9. Tengimöguleikar

Síminn býður upp á mismunandi aðgerðir til að tengjast öðrum tækjum og senda og

taka á móti gögnum.

Þráðlaus Bluetooth-tækni

Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja símann, með útvarpsbylgjum, við

samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra fjarlægð (32 fet).
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi snið:

2.0 + EDR almennur aðgangur, netkerfisaðgangur, almenn skráaskipti, hljóðdreifing,

fjarstýring, handfrjálst, höfuðtól, vöktun, skráaskipti, upphringisamband, SIM-aðgangur

og raðtengi . Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni

skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal

upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu

hennar.

Uppsetning Bluetooth-tengingar

Veldu Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar > Bluetooth og fylgdu eftirfarandi

skrefum:
1. Veldu Nafn símans míns og sláðu inn heiti fyrir símann.
2. Til að virkja Bluetooth-tengingu velurðu Bluetooth > Kveikja. sýnir að

Bluetooth-tenging er virk.

3. Til að tengja símann við hljóðaukahlut velurðu Tengja hljóðaukahl. og tækið sem

þú vilt tengjast.

4. Til að para símann við hvaða Bluetooth-tæki sem er innan svæðisins velurðu Pöruð

tæki > Bæta við nýju tæki.
Veldu tækið og svo Bæta við.
Sláðu inn lykilorð (allt að 16 stafir) á símann til að heimila tengingu við annað

Bluetooth-tæki.

Hafir þú áhyggjur af öryggi skaltu slökkva á Bluetooth-virkninni eða breyta stillingunni

Sýnileiki símans míns í Falinn. Samþykktu aðeins Bluetooth beiðnir frá þeim sem þú

treystir.
Tengingu tölvu við internetið