
Skilaboðastillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. og svo úr eftirfarandi:
● Almennar stillingar — til að vista afrit af sendum skilaboðum í símanum þínum, til
að skrifa yfir gömul skilaboð þegar skilaboðaminnið er fullt og setja upp aðra valkosti
fyrir skilaboð
● Textaboð — til að heimila skilatilkynningar, til að setja upp skilaboðamiðstöðvar
fyrir SMS og SMS tölvupóst, til að velja gerð leturstuðning og setja upp aðra valkosti
fyrir textaskilaboð
● Margmiðlunarboð — til að heimila skilatilkynningar, til að stilla útlit á
margmiðlunarskilaboðum, til að heimila móttöku margmiðlunarskilaboða og
auglýsinga og til að setja upp aðra valkosti fyrir margmiðlunarskilaboð
● Tölvupóstskeyti — til að heimila móttöku á tölvupósti, til að stilla myndastærð í
tölvupósti og til að setja upp aðra valkosti fyrir tölvupóst
● Þjónustuskilaboð — til að virkja þjónustuboð og setja upp valkosti fyrir
þjónustuboð
6. Tengiliðir
Hægt er að vista nöfn og símanúmer sem tengiliði í minni símans og á minni SIM-kortsins
og leita svo að þeim og sækja þá til að hringja símtal eða senda skilaboð.