Minniskort
Á minniskorti er hægt að vista margmiðlunarskrár líkt og myndskeið, lög og hljóðskrár,
myndir og gögn í skilaboðum.
Valmynd símafyrirtækis
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
38
Sumar af möppunum í Gallerí með efni sem síminn notar (t.d. Þemu) kunna að vera
vistaðar á minniskortinu.
Minniskort forsniðið
Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur þarf að forsníða. Þegar
minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af því varanlega.
1. Minniskort er forsniðið með því að velja Valmynd > Gallerí eða Forrit, möppu
minniskortsins
og Valkostir > Forsníða minniskort > Já.
2. Þegar búið er að forsníða kortið skaltu slá inn heiti fyrir minniskortið.
Minniskortinu læst
Til að stilla lykilorð (hámark 8 stafir) til að læsa minniskortinu þínu og koma í veg fyrir
óheimila notkun skaltu velja möppu minniskortsins
og Valkostir > Setja
lykilorð.
Lykilorðið er geymt í símanum og þú þarft ekki að slá það inn aftur á meðan þú notar
minniskortið í sama síma. Ef þú vilt nota minniskortið í öðru tæki verður beðið um
lykilorðið.
Til að eyða lykilorðinu velurðu Valkostir > Eyða lykilorði.
Minnisnotkun skoðuð
Hægt er að skoða minnisnotkun mismunandi gagna og það hversu mikið minni er laust
á minniskortinu til að setja upp nýjan hugbúnað, með því að velja minniskortið
og
Valkostir > Upplýsingar.
13. Miðlar
Myndavél & myndupptaka
Hægt er að taka myndir eða taka upp hreyfimyndir með innbyggðu myndavélinni.
Myndir meðan
Til að nota kyrrmyndatöku ýtirðu á myndatökutakkann eða, ef hreyfimyndataka er virk,
flettir til hliðar.
Hægt er að stækka eða minnka myndina með því að ýta á hljóðstyrkstakkana eða ýta
skruntakkanum upp og niður.
Mynd er tekin með því að ýta á myndatökutakkann. Myndir eru vistaðar á minniskortinu
eða í minni símans, ef það er laust pláss á því.
Veldu Valkostir > Flass > Kveikja á flassi til að taka myndir með flassi eða
Sjálfvirkt til að virkja flassið sjálfkrafa þegar ljósskilyrði eru slæm. Halda skal öruggri
fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr sem eru mjög nálægt.
Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.