Nokia 7610 Supernova - Forriti hlaðið niður

background image

Forriti hlaðið niður

Síminn styður J2ME Java forrit. Gakktu úr skugga um að forritið sé samhæft símanum

áður en því er hlaðið niður.

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum

aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java

Verified™.
Hægt er að hlaða niður nýjum forritum og leikjum með mismunandi hætti.
● Veldu Valmynd > Forrit > Valkostir > Hlaða niður > Hlaða niður forritum eða

Hlaða niður leikjum til að birta listi yfir bókamerki í boði.

● Uppsetningarforritið í PC Suite er notað til að hlaða niður forrit og setja upp í

símanum.

Upplýsingar um mismunandi þjónustu og verð fást hjá þjónustuveitunni.

16. Vefur

Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar netþjónustu í vafra símans. Útlit vefsíðna getur

verið breytilegt eftir skjástærðinni. Hugsanlega er ekki hægt að skoða allt efni

internetsíðna.

Mikilvægt: Aðeins skal nota þjónustu sem er treyst og sem veitir nægilegt öryggi

og vörn gegn skaðlegum hugbúnaði.
Upplýsingar um mismunandi þjónustu, verð og leiðbeiningar fást hjá þjónustuveitunni.
Þú getur fengið nauðsynlegar stillingarnar fyrir vefskoðun í stillingaboðum frá

þjónustuveitunni.
Þjónustan er sett upp með því að velja Valmynd > Vefur > Vefstillingar > Stillingar

samskipanaog síðan stillingu og reikning.

Tengst við þjónustu

Þjónustan er tengd með því að velja Valmynd > Vefur > Heim; eða í biðham halda

inni 0.
Til að velja bókmerki velurðu Valmynd > Vefur > Bókamerki.
Til að velja síðasta veffangið sem var notað velurðu Valmynd > Vefur > Síðasta

veffang.
Til að slá inn veffang þjónustu velurðu Valmynd > Vefur > Fara á veffang. Sláðu inn

veffangið og veldu Í lagi.
Eftir að þú hefur tengst þjónustu geturðu hafið skoðun á síðum hennar. Virkni takkanna

á símanum er mismunandi eftir þjónustuveitum. Fylgdu textaleibeiningunum á

símaskjánum. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.